mánudagur, september 06, 2004

Nú er að koma svoldið stress í kerlu. Á morgun fer ég suður og flýg svo út á miðvikudaginn og á föstudaginn byrja ég svo að vinna. Þetta verður erfitt en fjandakornið ekki eins og í fyrra því nú er maður í það minnsta reynslunni ríkari. En það er samt alltaf jafn erfitt að kveðja alla og ekki bætir það nú úr skák þegar maður er jafn mikil grenjuskjóða og ég. Svona er bara lífið.

Hver setti annars inn kommentið við síðustu færslu?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Spennandi dagar framundan!
Njóttu þín í norge og aldrei að vita nema þú fáir heimsókn í vetur og við myndum líka alltaf vera glöð að fá þig í heimsókn ef þú hefur tíma.
Gangi þér alveg svakalega vel og stei in tötsj.
Þórunn og Helgi.

12:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úps, ég gleymdi að setja nafnið mitt undir, ég, Heiðrún frænka þín, skrifaði sem sagt commentið við síðustu færslu. Annars segi ég bara góða ferð! :-) Sennilega næ ég þér ekki á flugvellinum, en ég er einmitt að fljúga til Króatíu kl. hálfellefu í fyrramálið! :D

8:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home