Mætt í Osló. Nýji meðleigjandinn minn tók á móti mér á aðallestarstöðinni en íbúðin er bara rétt hjá henni. Mér líst bara ágætlega á þetta, íbúðin er á góðum stað í göngugötu þar sem mér sýnist vera þónokkuð líf. Mér líst líka ágætlega á meðleigjandann en hann er ættaður frá Pakistan. Virðist vera bara mjög almennilegur en hann er greinilega múhameðstrúar því hann bað mig um að nota ekki áhöldin hans í eldhúsinu ef ég væri að elda einhverskonar svínakjöt. Ætti að geta lifað við það held ég. Annars er ég ógeðslega þreytt því ég svaf ekki neitt í nótt og meina það bókstaflega. Sef oft lítið þegar ég veit ég þarf að vakna um miðja nótt aftur til að gera eitthvað. En allavega só far só gúd.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home