fimmtudagur, september 23, 2004

Meðleigjandi minn tók það upp hjá sjálfum sér að setja auglýsingu í sínu eigin nafni um mig á einhverskonar einkamal.is síðu hér í Norge. Hann fær svo viðbrögðin send til sín og hefur forwardað þeim á mig. Mér finnst þetta bara duldið spes þótt þetta sé náttúrulega vel meint. Jú, jú, ég vil alveg kynnast fleira fólki en það síðasta sem ég vill væri að eignast einhvern kærasta eða eitthvað þannig sem myndi bara flækja málin þegar ég fer heim í desember. Ég veit svosem að fólk notar svona þjónustu líka til þess að kynnast bara fólki almennt en samt... Hann sagði að það væri engin pressa því mér væri náttúrulega alveg í sjálfsvald sett hvort ég svaraði þeim eitthvað. Finnst þetta bara ekki vera alveg ég...

Annars er svaka gott veður, sól, logn og 16 stiga hiti. Ég og Hulda ætlum líklegast að kíkja í hina svokölluðu akersgöngu í kvöld. Það er einhver kvöldganga meðfram ánni hérna í Osló sem alltaf er farin á haustjafndægrum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home