Komin til Osló. Hinn Pakistanættaði norski nýji meðleigjandi minn Kamran tók á móti mér á aðallestarstöðinni. Íbúðin er bara ágæt sýnist mér, alveg í miðbænum víst, á fjórðu hæð við göngugötu sem heitir Smalgangen. Maður fær svoldinn svona suðrænan fíling við að fara hérna út á svalir, fólk situr úti á svona litlum pöbum. En annars á ég reyndar eftir að skoða þetta betur. Er að verða alveg viðbjóðslega þreytt því ég svaf ekkert í nótt og ég meina það bókstaflega. Ég er því að verða búin að vaka um 30 tíma. Þess vegna tek ég því bara ósköp rólega í dag, fer tímanlega í rúmið og vakna síðan hress á morgun og fer að skoða mig eitthvað um.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home