sunnudagur, september 19, 2004

Helgin að verða búin, guði sé lof eiginlega. Það er nefnilega takmarkað hversu mikið er hægt að horfa á sjónvarp. Og þar að auki er dagskráin ekkert sérstaklega góð. Fór þó í gær út í rigninguna og keypti mér regnhlíf og skó. Varð hreinlega að gera þetta því götuskórnir mínir eru eiginlega bara ónýtir. Þyrfti eiginlega líka að kaupa mér skó til þess að vera í vinnunni, geri það kannski um næstu helgi.
Í morgun fékk ég líka svo svakalega í magann, það var nú reyndar eiginlega hápunktur dagsins. Æi, þetta er hálf sorglegt. En ég kann þetta allavega núna. Í þetta skipti hætti ég ekki næstum að borða og missi svefn yfir því að vera ein í útlandinu. Þetta tekur bara sinn tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home