Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera að sjónvarpsefni. Í gær sáum við Begga þáttinn the Swan á hinni dönsku TV3. Þetta er einhverskonar fegurðarsamkeppni meðal hóps "ljótra" kvenna sem fara í fegrunaraðgerðir til þess að verða "fallegar". Að vísu æfa þær eitthvað og svona en aðalmálið eru hinar ýmsar fegrunaraðgerðir sem þær gangast undir sem breyta bæði andliti og líkama. Þetta var bara skelfilegt. Einhverjar venjulegar konur, alls ekkert yfirgengilega ljótar fannst okkur, svo sannfærðar um eigin ljótleika að þær gangast undir stórar aðgerðir til þess að breyta sér. Þær voru þarna allar krampúleraðar og vafðar inn í sárabindi að drepast úr verkjum bara til þess að falla aðeins betur að fegurðarstaðlinum. Ferlið tekur um þrjá mánuði og svo er metið hvor þeirra tveggja í þeirri lotu fær inngöngu inn í keppnina. Það fór eitthvað eftir því hversu áhugsamar og duglegar þær voru við að "accept this complete transformation". Þær ganga inn í sal þar sem læknaliðið og kynnirinn tekur á móti þeim og fá svo að sjá sjálfa sig í spegli. Þessu fylgdi náttúrulega mikill grátur og andköf og upphrópanir eins og "I am finally beautifull". Maki þeirra sem "tapaði" þarna í gær kom svo til að dást að henni og jós á henni hrósi um hversu falleg og glæsileg hún væri. Spurning hvað hann hefur sagt við hana fyrir aðgerðirnar.
Mér fannst þetta bara ömulegt. Maður er nú búin að ná sér af hneyksluninni á öllum asnalegu date-þáttunum en þetta er mun verra. Þessi þáttur sendir út mjög svo brengluð skilaboð um að útlit skipti öllu máli og að við þurfum nú helst öll að vera eins. Allt er á sig leggjandi fyrir "fegurðina" meira að segja að fara í aðgerð sem í sjálfu sér hefur alltaf einhverja hættu í för með sér. Það að hafa svo lítið sjálfsálit að vilja virkilega láta breyta andlitinu á sér verulega án þess þó að vera með einhver veruleg lýti finnst mér líka mjög sorglegt. Þessar konur ættu frekar að fá einhvers konar meðferð til þess að laga þetta lélega sjáfstraust. Ég veit allavega að seint myndi ég láta breyta andlitinu á mér, ekki einu sinni til að slétta úr hrukkunum sem eru að byrja að láta á sér kræla. Samt lít ég nú þannig út að mér yrði seint boðin þátttaka í fegurðarsamkeppnum. Kannski er ég bara eitthvað skrítin en ekki þessar konur í þættinum í gær.
Mér fannst þetta bara ömulegt. Maður er nú búin að ná sér af hneyksluninni á öllum asnalegu date-þáttunum en þetta er mun verra. Þessi þáttur sendir út mjög svo brengluð skilaboð um að útlit skipti öllu máli og að við þurfum nú helst öll að vera eins. Allt er á sig leggjandi fyrir "fegurðina" meira að segja að fara í aðgerð sem í sjálfu sér hefur alltaf einhverja hættu í för með sér. Það að hafa svo lítið sjálfsálit að vilja virkilega láta breyta andlitinu á sér verulega án þess þó að vera með einhver veruleg lýti finnst mér líka mjög sorglegt. Þessar konur ættu frekar að fá einhvers konar meðferð til þess að laga þetta lélega sjáfstraust. Ég veit allavega að seint myndi ég láta breyta andlitinu á mér, ekki einu sinni til að slétta úr hrukkunum sem eru að byrja að láta á sér kræla. Samt lít ég nú þannig út að mér yrði seint boðin þátttaka í fegurðarsamkeppnum. Kannski er ég bara eitthvað skrítin en ekki þessar konur í þættinum í gær.
1 Comments:
Heyr heyr!! Hjartanlega sammála þér! Aldrei myndi ég gera þetta, nema kannski ef ég myndi lenda í slysi og krambúlerast öll, þá myndi ég kannski fara í aðgerð til að reyna að líkjast sjálfri mér aftur... ..ekki einhverri fegurðardrottningu!
Skrifa ummæli
<< Home