Verslunarmannahelgin var bara mjög gleðileg að þessu sinni. Var ásamt öllum hinum á Akureyri í góða veðrinu. Djammaði að vísu bara eitt kvöld en það var alveg nóg fyrir mig enda ekki komið heim fyrr en undir morgun. Skemmtilegt fólk, hitti m.a. þrjár frænkur mínar og eina bekkjarsystur, góður bjór, góð gisting, gott veður og engin þynnka. Svo átti Tanusinn minn afmæli á mánudaginn. Ótrúlegt að litla skrímslið sé orðið þriggja ára. Var eins og ljós í kvöldrútunni á leiðinni á Akureyri á föstudaginn. Þetta var allt svo spennandi og hún þagnaði varla alla leiðina. Sofnaði ekki fyrr en um eitt um nóttina þá búin að vaka síðan átta um morguninn.
Semsagt allt eins og best verður á kosið.
Nú er farið að styttast í Noregsferð, ég þarf að fara að kaupa flug. Ég á eftir að vinna í tvo daga og um næstu helgi koma Begga og Hildur heim. Hef ekki séð tólið mitt í heilt ár.
Annars bara sumar og sól eins og venjulega. Þetta veður er ekkert venjulegt.
Semsagt allt eins og best verður á kosið.
Nú er farið að styttast í Noregsferð, ég þarf að fara að kaupa flug. Ég á eftir að vinna í tvo daga og um næstu helgi koma Begga og Hildur heim. Hef ekki séð tólið mitt í heilt ár.
Annars bara sumar og sól eins og venjulega. Þetta veður er ekkert venjulegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home