Vaknaði fyrir allar aldir í morgun til þess að fara á Krókinn. Sat á stól við hlið Beggu meðan hún var í sónar sem nokkurs konar staðgengill pabbans. Læknirinn var mjög almennilegur og sýndi okkur vel og vandlega alla króka og kima á barninu. Gaman að sjá þetta svona "live", hef hingað til bara séð svona "still" myndir. Mér sýndist þetta bara ætla verða mikið fríðleiks barn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home