föstudagur, ágúst 06, 2004

Síðasti dagurinn minn í vinnunni í dag, í sól og steikjandi hita að sjálfsögðu. Þetta er svosem búið að vera allt í lagi vinna fyrir utan launin náttúrulega. Ég hreinlega skammaðist mín fyrir að setja inn áætlaðar tekjur mínar fyrir árið inn á umsóknina um námslán. Það er allavega alveg á hreinu að ég fæ enga skerðingu þetta árið. Næstu tvær vikur u.þ.b. á svo bara að slappa af, hitta vini, jafnvel fara í smá ferðalag og svona.

Ég kalla fólk ekki oft hálfvita og sérstaklega ekki hér. En skrif "kúrekans" á http://www.kantry.is/ er svo sannarlega tilefni til þess. Það er náttúrulega bara eitthvað að. Í ágústpistli sínum rakkar hann niður allt og alla og getur ekki einu sinni gert það á almennilegu máli. Nýja kaffihúsinu er náttúrulega stefnt gegn honum og líka því uppátæki sjoppunar að fara að selja hamborgara. Arg, djöfull sem maður verður pirraður þegar maður les þetta. Maður sem er búin að fá mikla hjálp í gegnum tíðina og ætlast alltaf til þess að allir vilji hjálpa honum án þess að fá nokkuð í staðinn. Og fyrir utan það þá er nú ekki beinlínis gaman að koma í Kántrýbæinn. Það segir jú í laginu "Komdu í Kántrýbæ því þú ert velkominn" en ég finn sjaldnast fyrir því þegar ég kem í Kántrý. Eins leiðinlegt og er nú að segja frá því þá hef ég frekar fengið það á tilfinninguna að ég sé að gera starfsfólkinu óleik með því að kaupa hvort sem er pitsu eða bjór. En í öll þau skipti sem ég hef komið í kaffihúsið nýja hefur verið vel tekið á móti mér og mínum.
En jæja ég ætla ekki að ræða þetta meira. Ég er bara reið eins og flestir hér á Ströndinni því þarna er ómaklega vegið að mörgu góðu fólki. Menn ættu líka að forðast það að kasta steinum úr glerhúsi.
Ó, sei, sei, svona er Ströndin í dag.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég las þennan pistil - það er náttúrulega eitthvað að manninum. Talandi um nýjar hugmyndir... bla bla bla. Það er ekki eins og hann hafi einkarétt á veitingasölu í bænum - og svo er hann að tala um að gera allt túristavænna - hvernig væri að byrja á að hafa Kántrýbæinn sjálfan opinn :o En það þýðir víst ekki mikið að pirra sig yfir þessu...kallinn er bara klikk.
Tólið

5:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home