þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Miklir fagnaðarfundir síðustu daga. Á sunnudaginn var það tólið og í gær var það Hildur, báðar að koma heim frá útlandinu. Hittumst allar þrjár í gærkvöldi og það var mikið spjallað, tókum einhverja mynd en það varð nú eitthvað lítið úr því að horfa á hana. Frábært að tala aftur við þær "face to face" í stað síma eða msn. Reyndar byrjar það nú fljótlega aftur þar sem ég er að yfirgefa landið. Komið svoldið Noregsstress en aðallega sökum húsnæðismála.

Það kom að því, góða veðrið hefur yfirgefið okkur. Svakalegur hiti út allt land en hér liggur þoka yfir öllu annan daginn í röð. En það er þó logn svo að þetta er ekkert hræðilegt. Á eftir liggur líka leiðin í Borgarnes þar sem er heitt og gott og á fimmtudaginn á líklegast að leggjast í meiri ferðalög.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home