mánudagur, ágúst 23, 2004

Menningarreisa hjá okkur Beggu í dag. Áfangastaðurinn var Akureyri og viðkomustaðir voru Greifinn, göngugatan og Borgarbíó. Menningin fólst aðallega í því að sjá hina mjög svo umtöluðu mynd Michael Moore, Farenheit 9/11. Það voru bara þrír í bíó auk okkar svo það var ekkert hlé en það var bara fínt enda við báðar búnar að venjast því í útlandinu. Myndin stóð alveg undir væntingum, heimildamynd með sterkum áróðurskeim og háu skemmtanagildi. Hef ég nú enn minna álit á Bush en áður og hélt þó að það gæti ekki minnkað.

Hef ekki "tíma" til að skrifa meira því sjónvarpið og fimleikarnir bíða mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home