Kíktum á lokahóf kaffihúss staðarins í gærkvöldi. Það var fullt út úr dyrum og mikil gleði. Sigrún í Breiðabliki flutti nokkurs konar annál fyrsta sumars kaffihússins og inn á milli söng hún, ásamt hinum tveimur kerlingunum sem fyrir starfseminni standa, nokkur lög. Eiginmenn þeirra þjónuðu til borðs. Þetta var alveg drepfyndið en til þess að skilja djókið hefur maður lágmark þurft að búa á ströndinni í eitt ár. Svo var fjöldasöngur en við Begga fórum heim í fyrra lagi eða rétt fyrir 1. Begga ætlar svo að senda kærastanum í Ameríkunni myndir af skrítnu menningunni í pínulitla bænum á Íslandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home