fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Horfði á fjölþraut karla í fimleikum í gær. Kom mest á óvart hvað þeir voru lélegir. Auðvitað voru þeir mjög flottir en margir voru dettandi og svona sem á ekki að gerast meðal efstu manna á Ólympíuleikum. Þetta þýddi að það kom ekki ljós fyrr en alveg í lok keppninnar hver bæri sigur úr býtum. Kaninn Ham eða Han eða eitthvað svoleiðis vann sig upp úr 12. sæti í tveimur síðustu greinunum en í 4. grein, stökki, datt hann á rassinn í lendingunni. Þulirnir þusuðu eitthvað um góðan karakter hjá honum að ná tveimur síðustu greinunum svona góðum eftir svona áfall. Jú, jú, það er svo sem alveg rétt, maðurinn er með stáltaugar. En mér finnst asnalegt að maður sem dettur og fær skítaeinkunn í einni grein nái svo að vinna. Það þýðir að keppendur voru almennt ekkert að standa sig of vel.

Vona bara að stelpurnar í fjölþrautinni í kvöld standi sig betur. Held með Gorkinu hinni rússnesku. Hún er langflottust, 1.64 á hæð en ekki dvergur eins flestar og hinar og orðin 25 ára gömul. Hún er á sínum þriðju Ólympíuleikum sem er nú víst einsdæmi meðal fimleikakvenna.

Ljúfir þessir dagar þegar lífið er svo auðvelt að einhver íþróttakeppni fær mestu athyglina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home