miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Úff, hvað er hægt að gera mikið af engu. Afrek dagsins að breyta miðanum mínum út. Kamran, tilvonandi meðleigjandi minn, hringdi reyndar í morgun kl. rúmlega hálf átta. Var ekki alveg að átta sig á tímamismuninum en ég var fljót að sofna aftur og fór ekki á fætur fyrr en rúmlega 12.

Ólympíuleikarnir bjarga reyndar miklu, ég hef alltaf verið algjör sukker fyrir öllum svona stórmótum. Horfði á liðakeppnina í fimleikum kvenna í gærkvöldi og var bara orðin spennt, hélt sko með Rúmenunum sem voru að berjast við kanana. Annars finnst mér svo stutt síðan síðustu leikar voru. Þá bjó ég í Reykjavíkinni, í Safamýrinni, og var að vinna fyrsta sumarið mitt í þjónustuverinu. Á næstu leikum verð á þrítugasta aldursári, bara svoldið skrítið. En fyrstu leikarnir sem ég man eftir voru akúrat fyrir tuttugu árum, árið 1984 í Los Angeles. Ég veit að ég var bara sex ára gömul en ég var mikið sjónvarpsbarn en þó ekki svo mikið á barnaefni heldur sérstaklega fréttir og svo ég tali nú ekki um auglýsingar. Fylgdist til að mynda skelfd með kalda stríðinu og atburðum eins og slysinu í Tsjérnóbil um árið.

Rétt í þessu voru Íslendingar að vinna Ítali í fótbolta 2-0. Þeir fá nú bara hrós dagsins, ef ekki mánaðarins sökum þessa. Ítalir voru reyndar ekki svo sannfærandi á Evrópumótinu um daginn en samt þetta er auðvitað frábært.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh my God, erum við ekki jafngamlar?! :p Ég man ekkert eftir neinu af þessu, enda rosalega busy við að leika mér í Barbie! ;-)
Heiðrún Sig.

1:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home