laugardagur, júní 05, 2004

Svaf í rúma átta tíma í nótt án þess að vakna. Hef ekki sofið í svona langan tíma síðan ég var heima í páskafríi. Þetta sýnir hvað ég er afslöppuð eitthvað núna. Er ekki ennþá búin að panta far heim, við Ása vinkona ætlum að reyna að vera samferða. Keypti gjöf handa Tanusnum í bænum í gærkvöldi. Hún verður líklega sú eina sem fær eitthvað þegar ég kem heim. En núna ætla ég að fara niður í kjallara og sjá hvort vélarnar eru ekki lausar, þvo þott hér í síðasta sinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home