þriðjudagur, júní 08, 2004

Seldi skrifborðið mitt í gær. Kaupandinn var íslensk stúlka að nafni Margrét með smá danskan hreim. Sá líka Danann sem býr við hliðina á mér í fyrsta skipti, laglegasti náungi bara. Mun betur útlítandi heldur en Ítalinn og Eystrasaltsbúinn. Daninn á líka golfsett og veiðistöng, mér finnst það alltaf vera plús þegar strákar eiga sér einhver áhugamál.

Fór áðan og skipti danska klinkinu mínu. Átti um fjögur þúsund ísl. kr. í klinki. Lét skipta því í norskar krónur. Er reyndar að verða pínu stressuð fyrir þessa Noregsför. Veit ekkert hvað þessi sendiherra á eftir að spyrja mig um. Úff...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home