Síðasta bloggfærsla frá Álaborginni í bili. Sit í tómu herbergi. Næstum allt komið ofan í tösku eða kassa. Bara eftir að taka tölvuna úr sambandi og setja hana niður. Hildur vinkona ætlar að sækja mig á flugvöllinn, alltaf gott þegar einhver manni kær kemur og tekur á móti manni. Þórunn og Helgi hafa boðið mér í mat þannig að ég fer ekki svöng í lestina. Hinir frábæru nágrannar mínir ætla líka að keyra mér á lestarstöðina á eftir. Þetta er allt saman svoldið skrítið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home