miðvikudagur, júní 09, 2004

Komin í hús hjá Ásu vinkonu í Köben. Afskaplega langur dagur senn á enda. Er búin að vaka núna með smá blundum í rútunni í dag í um 40 tíma. En allavega ferðalagið gekk vel og ég uppskar árangur erfiðis míns, internship er í höfn. Næsta haust fer Þóran því til Osló í internship hjá fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi sem er náttúrulega bara frábært. Kom líka til tveggja nýrra landa í dag, Norges og Svíþjóðar. Stoppið var reyndar stutt í Osló eða um 3 tímar en ég náði nú samt að fá örlítinn nasaþef af borginni með því að labba niður Karl Johan gade eða vej eða hvað það nú heitir. Allavega er það aðalgatan þarna í Osló og ég sá meðal annars hús stórþingsins. Ég fékk líka að sjá heilmikið af Sviþjóð út um glugga á rútu og við stoppuðum aðeins í Gautaborg og Malmö. Það verður nú að segjast eins og er að bæði norskt og sænskt landslag er nú heldur tilkomumeira en það danska, ég sá meira að segja kletta og grjót og svona svo ég tali nú ekki um almennilega hóla og hæðir. En jæja ég held ég sé að verða rugluð, þrugla eitthvað hér þegar eina sem mig langar að gera er að sofa. Góða nótt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt hja ther! Til hamingju med internshippid og vonandi gekk ferdalagid heim til Islands lika vel :)
Thorunn og Helgi.

12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home