fimmtudagur, júní 24, 2004

Í fyrri nótt dreymdi mig að ég væri nýbúin að eignast lítinn strák og í nótt dreymdi mig svo annan draum og þá var ég litla stelpu á arminum. Eitthvað minna var hinsvegar um karlmenn í þessum draumum. Ætli þetta þýði að ég verði einstæð móðir eins og mér sýnist trendið sé að verða meðal vinkvenna minna? Eða er þetta hin margumtalaða líkamsklukka sem talar? Ég er nú orðin nær þrítugu en tvítugu. Eða kemur þetta mér í rauninni ekkert við heldur endurspeglar bara allar ólétturnar og börnin í kringum mig?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home