þriðjudagur, júní 01, 2004

Fór í morgun og sagði upp herberginu mínu. Varð duldið pirruð þegar konan á skrifstofunni sagði að ég þyrfti að borga leigu fyrir allan júlí mánuð en ekki bara hálfan eins og ég hélt. Ég í ergelsi mínu bölvaði þessu eitthvað á upphátt og nú heldur hún örugglega að ég hati allt sem danskt er.

Er að gera allt í síðasta skipti þessa dagana. Áðan keypti ég síðasta kornflex pakkann og á morgun eða hinn þvæ ég sjálfsagt síðustu þvottavélina. Skrítið að þessi fyrri vetur sé bara alveg að verða búin.

Vörnin er á morgun. Hitt strákana áðan til þess að tala um presentations og búa til glærur og svona. Núna ætla ég lesa verkefnið einu sinni yfir og æfa presentation-ið nokkrum sinnum. Svo er bara að krossleggja fingur og vona það besta. Um tólf leytið á morgun verður þetta búið og þá verður fengið sér bjór upp í skóla. Kemur svo í ljós með framhaldið. Einhvern veginn efast ég um að ég nenni að fara í dönskutíma annað kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home