laugardagur, júní 26, 2004

Í dag brýt ég eitt af mínum prinsipum, þ.e. að nýta mér ætíð kosningarétt minn. Þetta brot stafar ekki af neinu öðru en leti. Ég er ekki á kjörskrá hér á ströndinni því ég var ekki búin að færa lögheimili mitt hingað frá Danmörkunni áður en hún var gefin út. Þetta þýðir að ég varð að kjósa utankjörstaðar sem Íslendingur búsettur í Danmörku. En það er smá vesen, þarf að hringja og mæla mér mót við hann Lárus, og ég hef bara ekki komið því í verk. Þetta þykir mér lélegt, prinsip eru engin prinsip ef maður brýtur þau svona auðveldlega.

Og smá um fótbolta. Horfði ekki á leikinn í gær enda bara alveg sama hvort Frakkar eða Grikkir hefðu betur. Fyndið samt að knattspyrnu stórveldið Frakkland skyldi tapa fyrir liði eins og Grikkjunum. Hálf skammarlegt bara. Englendingarnir duttu þó út með glans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home