Alveg að tapa mér í hinu ljúfa lífi á ströndinni. Hengdi út og braut saman þvott í dag, fór með Tanusinn út á róló og horfði auðvitað á fótbolta. Ég er semsagt ekkert farin að vinna og er bara að hugsa um að skrá mig atvinnulausa í fyrsta skipti á ævinni. Það er nú af sem áður var. Á menntaskólaárunum var ekki til verri tilhugsun en sú að fá ekki vinnu og maður hefði unnið allan sólarhringinn sjálfsagt ef hægt hefði verið. Nú er mér nokkuð sama. Nýt þess að taka því rólega því þetta er hvort eð er ekki svo langur tími. Eftir tvo mánuði verð ég farin að hugsa mér til hreyfings enn á ný.
Annars er ég nokkuð ánægð með EM. Hélt reyndar frekar með Englendingum en Frökkum en endirinn á leiknum var samt alveg stórkostlegur. Mínir menn, Danir auðvitað, gerðu ágætt á móti Ítölunum og Svíarnir sem ég held líka svoldið með völtuðu fallega yfir Búlgara. Hefði reyndar viljað sjá Hollendinga vinna helv... Þjóðverjanna en auðvitað er jafntefli betra en tap. Hef alltaf haldið með Hollendingum í svona stórkeppnum, veit ekki alveg hvers vegna. Núna stend ég samt auðvitað með mínum mönnum, Dönum. Hef nú átt lögheimili þarna og svona og svo fæ ég skólastyrk frá danska ríkinu til að fara til Noregs. Það er nú meira en ég fæ frá íslenska ríkinu. Svo bara áfram Danir og best væri náttúrulega ef Svíar kæmust líka upp úr ríðlinum og Ítalirnir og Búlgarar sætu eftir. Kom að því að ég bloggaði um boltann. En, jæja, nóg í bili. Nú er planið að glápa á svosem eins og eina mynd með Birnu systur og frænkum okkar, þeim systrum Auði og Kristbjörgu. Lífið er svo ljúft og latt.
Annars er ég nokkuð ánægð með EM. Hélt reyndar frekar með Englendingum en Frökkum en endirinn á leiknum var samt alveg stórkostlegur. Mínir menn, Danir auðvitað, gerðu ágætt á móti Ítölunum og Svíarnir sem ég held líka svoldið með völtuðu fallega yfir Búlgara. Hefði reyndar viljað sjá Hollendinga vinna helv... Þjóðverjanna en auðvitað er jafntefli betra en tap. Hef alltaf haldið með Hollendingum í svona stórkeppnum, veit ekki alveg hvers vegna. Núna stend ég samt auðvitað með mínum mönnum, Dönum. Hef nú átt lögheimili þarna og svona og svo fæ ég skólastyrk frá danska ríkinu til að fara til Noregs. Það er nú meira en ég fæ frá íslenska ríkinu. Svo bara áfram Danir og best væri náttúrulega ef Svíar kæmust líka upp úr ríðlinum og Ítalirnir og Búlgarar sætu eftir. Kom að því að ég bloggaði um boltann. En, jæja, nóg í bili. Nú er planið að glápa á svosem eins og eina mynd með Birnu systur og frænkum okkar, þeim systrum Auði og Kristbjörgu. Lífið er svo ljúft og latt.
1 Comments:
Já, njóttu thess ad vera i fríi! Um ad gera ad skra sig a atvinnuleysisbætur, adeins ad mjólka íslenska ríkid ;) Hvenær nákvæmlega ferdu til norge?
Hafdu thad gott!
Thorunn og Helgi.
Skrifa ummæli
<< Home