mánudagur, janúar 05, 2004

Lítið um blogg enda gerist ekki mikið þegar maður liggur bara í leti heilu dagana. Reyndar er Danmerkurferðin farin að nálgast ískyggilega og er ég farin að kvíða aðeins fyrir. Þetta verður engin skemmtireisa, rúta suður, rúta í Leifsstöð um miðja nótt, flug til Köben og svo lest til Álaborgar. Á miðvikudaginn eftir viku er svo vörnin sem ég hlakka ekki beinlínis til. En þegar það verður búið liggur leiðin heim aftur, ég verð bara tæpa viku í Danmörku. Aðra helgi á svo að skemmta sér á gömlum vígstöðvum í borg óttans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home