Fór í skírn í gær í snjókomu og skafrenningi. Athöfnin og veislan á eftir voru sérstaklega ánægjuleg ekki síst vegna þess að foreldrarnir ákváðu að gifta sig bara líka öllum að óvörum. Ekki einu sinni foreldrar þeirra vissu um þetta. Presturinn var mjög fínn, gerði þetta persónulegt og blandaði smá húmor í hátíðleikann. Svo söng uppáhalds idol-stjarna brúðarinnar, Ardís Ólöf, tvö lög. Annað var eitthvað svona sæt giftingar ástarlag sem ég man ekki hvernig var og svo var hitt í tilefni skírnarinnar þitt fyrsta bros sem mig minnir að Pálmi Gunnars hafi sungið. Þetta var allt bara mjög fallegt og ég táraðist auðvitað eins og mín er von og vísa.
En að öðru og mun heimskulegra. Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru með ljót nef. Ég var að horfa eitthvað á sjónvarpið áðan og sá þá þetta ofboðslega ljóta nef á annars alveg myndarlegum dreng. Kannski er ég bara farin að taka meira eftir nefum en áður.
En að öðru og mun heimskulegra. Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru með ljót nef. Ég var að horfa eitthvað á sjónvarpið áðan og sá þá þetta ofboðslega ljóta nef á annars alveg myndarlegum dreng. Kannski er ég bara farin að taka meira eftir nefum en áður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home