miðvikudagur, janúar 14, 2004

Þá er prófið loksins prófið búið. Ég er ánægð með einkunnina sem verkefnið fékk, hærri en ég bjóst við en ekki eins ánægð með eigin frammistöðu. Framsagan mín var alls ekki nógu góð svo að ég fékk lægri einkunn en verkefnið almennt. Vissi ekki að þessi fimm mínútna framsaga hefði svona mikið að segja í heildarniðurstöðuna. En svona er það bara að vera í nýjum skóla í nýju námi. En jæja ég náði þó og meðaleinkunnin mín er fín og ég hef lært meira á þessari önn hér heldur en í öllu háskólanáminu heima held ég bara. Maður hefur afskaplega gott að því að koma í nýtt umhverfi og þurfa að takast á við það að gera hlutina öðruvísi en áður. Núna á eftir er ég að fara og borða með hópnum mínum sáluga og svo verður fengið sér bjór. Svo er það bara lestin til Köben og á morgun flýg ég heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home