föstudagur, janúar 23, 2004

Datt kylliflöt á bakið á skaflinum hérna fyrir utan húsið í dag. Skaflinn var orðinn ansi háll enda búinn að þiðna og frjósa til skiptis. Þetta var bara dropinn sem fyllti mælinn því allir heimilismenn hafa verið að blóta skaflinum hála í sand og ösku. Það er því svo komið að Gummi frændi er að brjótast í gegnum skaflinn á gröfunni þótt það sé spáð smá gusu á morgun. Við verðum bara að vona að allt fyllist ekki aftur allavega var þetta ekki hægt lengur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home