föstudagur, janúar 30, 2004

Afskaplega lítið að gerast núna, aðallega legið í leti. En það fer nú að breytast því það styttist óðum í Danmörkuna. Þetta er allt annað en í tvö síðustu skipti því nú er ég hvorki að fara út í óvissuna né í hræðilegt munnlegt próf. Í þetta skipti er ég bara að fara til Danmerkur í skólann, aftur inn í daglegu rútínuna. Og það er svo margt sem ég ætla að gera strax í fyrstu vikunni. Til dæmis ætla ég að skrá mig á dönskunámskeið hjá kommúnunni. Annars verður mun minni íslenska töluð en á síðustu önn því núna verð ég eftir þvís sem ég best veit eini Íslendingurinn í kúrsunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home