Gisti hjá afa og ömmu í Bólstaðarhlíðinni í nótt. Borðaði þvi hjá þeim í gærkvöldi og fékk kjúkling í fyrsta skipti hjá ömmu. Afi borðar nefnilega ekki kjúkling og hann neitaði staðfastlega að smakka á honum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ömmu til þess að fá hann til þess. Hann sagði það vera vanvirðingu við lambið að borða kjúkling. Hann var fjárbóndi í 50 ár. Fuglaætur er í hans huga eitthvað svipað og grænmetisætur, fólk sem borðar skrítin mat.
Síðar um kvöldið fékk ég svo eftirmat, nema hvað. Himnasæla nefndist hann og það voru orð að sönnu, marenge með rjóma og haug af jarðaberjum, bláberjum og kíví og ís með. Nammi, nammi, namm.
Síðar um kvöldið fékk ég svo eftirmat, nema hvað. Himnasæla nefndist hann og það voru orð að sönnu, marenge með rjóma og haug af jarðaberjum, bláberjum og kíví og ís með. Nammi, nammi, namm.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home