föstudagur, ágúst 08, 2003

Búin að vera heima í viku. Geri lítið annað þessa dagana en það sem mér finnst skemmtilegt. Sef og borða mikið, horfi á sjónvarp á ýmsum tímum, fer niður á róló, rúnta, spjalla og ligg í sólbaði. Skrítið að vera búin að slappa af í viku og ætla að halda því áfram. Það hefur bara aldrei gerst áður held ég. Ég tók í fyrsta skipti sumarfrí síðasta sumar og það var einmitt bara ein vika.

Síðasti dagurinn í vinnunni var skrítinn. Komst að því að ég var búin að sanka að mér ótrúlegasta drasli sem fór mest allt beint í ruslið.

Hrós dagsins og vikunnar fær bifvélaverkstæði KS á Sauðárkróki. Þeir voru ódýrari og skiluðu betra verki en okrarnir í Heklu.
Skammirnar fær engin. Ótrúlegt en satt þá dettur mér engin í hug. Lífið er bara alltof þægilegt og ljúft eins og er til þess að hugsa um svoleiðis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home