Loksins farin að lesa eitthvað að viti í bókunum góðu. Las tvo kafla í gærnótt og í nótt. Byrjaði líka að pakka í gær. Er í mestu vandræðum með að ákveða hvað ég ætla að hafa með mér til Danmerkurinnar. Á líka alltof mikið af bókum, bæði námsbókum og öðrum. Mér finnst leiðinlegt að pakka og flytja en það finnst sjálfsagt flestum. Í dag er líka akúrat vika þar til ég flyt ég úr borginni en ég hef búið hérna nær óslitið í á fimmta ár. Skrítið, prítið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home