Komst aðeins út í sólina áður en hún kvaddi. Fékk að fara snemma heim úr vinnunni á laugardaginn og skellti mér í sólarhringsútilegu með Beggu, Sigrúnu og Óðni litla. Við fórum í Laugarás sem er svona fjölskyldutjaldstæði á suðurlandinu. Það var fáranlega heitt svo að það var bara erfitt að tjalda en það var æðislegt að liggja og bráðna hreinlega í hitanum. Í gær var sólin farin af svæðinu en við fórum samt í húsdýragarðinn í Slakka sem er þarna rétt hjá svona til þess að sýna rétt rúmlega eins árs barninu dýrin. Ég hef nú aldrei litið á mig sem sérstakan dýravin en mér fannst þetta nú hálfleiðinlegt fyrir dýrin. Svo var líka ógeðslega vond lykt þarna sumstaðar svo að borgarbarnið ég tjái sig nú. Svo skildust leiðir, Sigrún fór með barnið heim og ég og Begga keyrðum lengra og skoðuðum þjóðveldisbæinn að Stöng. Áhugavert fyrir "sagnfræðinginn" mig. Semsagt fín helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home