miðvikudagur, júlí 16, 2003

Komin inn á stúdentagarða í Danaríki!! Skrifaði undir leigusamning í dag og sendi hann niðureftir í snarhasti. Fór líka í bankann til þess að borga trygginguna og leigu fyrstu 2 vikurnar. Það gekk fínt en svo var hringt í mig 3 tímum síðar og bankakonan sagði mér að þetta hefði ekki gengið. Það er víst ekkert einfalt mál að millifæra peninga milli landa. Þannig að ég fer aftur í bankann á morgun.
Helgin var annars fín, engin útilega þó sökum veðurs. Ég nenni bara ómögulega að fara í útilegu í rigningu. Grill og teiti hjá Hildi vinkonu á laugardagskvöldið og svo var steðjað í bæinn. Grillaður skötuselur er ansi góður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home