Jæja þá er ég orðin heimilislaus. Yfirgaf Nýlendugötuna í síðasta sinn í morgun. Ég verð að viðurkenna að smá tregi fylgdi þessu. Mér hefur liðið mjög vel í gamla kofanum og er búin að búa þarna í rúm tvö ár. Þetta varð nefnilega heimili en ekki bara einhvers staður sem maður er á um tíma. Ég held að ég sé líka að gera mér meira grein fyrir því hversu drastískar breytingar verða á lífi mínu næstu vikur og mánuði. En nóg af dramatík, bara tveir dagar eftir í vinnu og á morgun fer ég heim í heiðardalinn í nokkura vikna frí. Ahh það verður gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home