Ég á að vera farin heim en ég er svo svakalega góð eins og þekkt er, að ég tók klukkutíma fyrir einn vinnufélaga minn og verð því hér til sjö. Annars er það skondið með orðið félagi. Ég nota það aldrei nema þá einmitt í orðinu vinnufélagi. Strákar nota þetta orð hinsvegar oft, það eru allir félagar þeirra. Þeir nota það virðist mér mun meira en orðið vinur þó að þeir noti það líka. Ég tala aftur á móti um vinkonur og svo bara stelpur sem ég þekki. Ég á engan/enga félaga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home