Fáranlega gott veður úti, vissi ekki að það gæti orðið svona gott hér í borg. Allir virðast vera úti í sólinni því hér er lítið að gera. Fólk hringir frekar í rigningu. Fór niður í bæ áðan vegna bankavesenisins. Ég var duldið skrítin þar sem ég var ekki erlendur túristi (60%), kona með lítið barn (20%) eða starfsmaður fyrirtækis í miðbænum (15%). Ég var í hópnum aðrir (5%). Nenni ómögulega að vera hér til 23 í kvöld en svona er lífið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home