Eftir mánuð verð ég í flugvél á leið til Danmerkur, sjálfsagt skjálfandi á beinunum. Helgin fór í það að flytja og þrífa. Við erum nú ekki alveg fluttar út en allt dótið mitt nema rúmið er farið. Sjónvarpið fór á laugardaginn, fyndið hvað maður er háður því. Ekki beint því að horfa á það heldur bara hafa það í gangi. Við komumst líka að þvi að við eigum ekki einu sinni útvarp. Það eru geislaspilarar í tölvunum okkar en þær eru báðar farnar heim. Við höfum semsagt ekki aðgang að neinum fjölmiðlum nema þeim prentmiðlum sem berast inn um lúguna. Meira segja bækurnar mínar eru farnar heim. Í gærkvöldi fórum við því í bíó og sáum myndina Basic. Strákar voru í meirihluta í salnum enda er þetta svona hermynd. Ég hef nú samt alltaf verið frekar hrifin af svona hermyndum, þær eru tiltölulega lausar við væmni. En myndin var ágæt, gott plott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home