miðvikudagur, júlí 02, 2003

Dagurinn í dag er bjartur þótt það sé rigning úti. Fyrir því eru margar ástæður. Ég fer heim annað kvöld eftir vinnu, ég fékk "boligtilbud" frá stúdendagörðunum áðan og ég er búin að redda mér fríi næstu helgi þ.e. 12. og 13. júlí.
Ég þarf náttúrulega að vesenast aðeins fyrir foreldra mína áður en ég fer heim á morgun. Fyrir mömmu þarf ég að kaupa 80 stk. af birkiplöntum sem hún ætlar að setja í nýja snjóvarnarhólinn. Svo er það gsm sími handa karli föður mínum. Honum er skyndilega farið að finnast ómögulegt að "fylgjast ekki með tækninni" eins og hann orðaði það. Þetta þýðir í raun að það séu ALLIR komnir gsm og því verði hann að fara fá sér einn slíkan. Svona er þetta reyndar með öll rafmagnstæki. Við fengum ekki vídjó fyrr en allur almenningur hafði glápt með aðstoð slíkra tækja í ca. 5 ár. Tækin verða að sanna notagildi sitt rækilega áður en fjárfest er eintaki. Frekar hefðu foreldrar mínir stokkið í sjóinn en að kaupa fótanuddstæki fótanuddstækjaárið mikla einhvern tímann á 9. áratugnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home