miðvikudagur, júlí 16, 2003

Bankavesenið leystist ekki eins auðveldlega og ég hafði átt von á. Endaði á því að ég fór á pósthúsið upp á Grensás en ein bankakonan sagði mér að þeir væru einu sem gætu gert þetta fyrir mig skv. þessum blessaða danska gíróseðli. Þetta vissi ég ekki fyrr en búið var að búa til einhvern svaka fínan tékka fyrir mig í bankanum. En allavega ég upp á Grensás og þar virtist fólk alveg vita hvað það ætti að gera og þetta tók varla 5 mínútur.
Hrós handa Íslandspósti og konunni hjá Landsbankanum sem var sú eina sem virtist vita eitthvað um þetta. Hinir starfsmenn Landsbankans sem ég talaði við fá ekkert klapp á bakið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home