Alveg einstaklega róleg og letileg helgi. Nokkur atriði bera ótvírætt merki um þetta. Ég hreyfði bílinn minn ekkert í þrjá daga, ég lagði honum við heimkomuna á fimmtudaginn og kom ekki nálægt honum aftur fyrr en við brottför á sunnudeginum. Ég fór ekkert á netið og skoðaði engan tölvupóst. Gemsinn var ekkert notaður fyrr en skömmu fyrir brottför í gær. Á laugardaginn fékk ég mér líka síðdegislúr og horfði á formúluna í gær. Semsagt leti dauðans. En reyndar þá las ég heila tvo kafla í stjórnmálafræðibókinni minni. Húrra fyrir mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home