Að vera einn um páskanna fer illa með mann. Reyndar var ég ekki alveg ein því annar sambýlingur minn var heima en ég var samt ein af því að ég var ekki heima þar sem ég vildi vera. Ólifnaðurinn hefur verið gríðarlegur síðustu tvo daga. Ég hef ekki borðað neitt sem kallast matur bara rusl. Það næsta sem hefur komist því að vera matur er Coco puffsið. Auk þess hafa verið á boðstólum réttir eins og núgat-ís með jarðarberjarsósu og ískexi, buggles, kók, draumur, pístasíu hnetur og fleira slíkt. Ég hef sofið fram yfir hádegi báða dagana og auk þess fengið mér 2-3 tíma lúr seinni partinn. Það vantaði bara að ég tæki upp á því að sulla í áfengi og gerðist dagdrykkjumanneskja um helgina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home