Svefnvenjur mínar eru í tómi tjóni þessa dagana. Í gærkvöldi var ég viss um að ég gæti sofnað um miðnætti þar sem ég hafði bara sofið 5-6 tíma nóttina áður. Það fór ekki svo. Rúmlega 1 gafst ég upp á að liggja og stara út í loftið og fór og horfði á sjónvarpið til rúmlega. Rúmlega 3 gerði ég svo aðra tilraun og tókst að lokum að sofna um 4. Það var því syfjuð Þóra sem fór á fætur 9 í morgun. Vaktavinnan er greinilega farin að hafa sín áhrif.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home