föstudagur, apríl 11, 2003

Síminn þagnaði. Þetta hefur ekki gerst hér í nokkra daga svo lítið hefur verið um blogg. Nú er ég á fullu að sækja um skólann, fylla út umsóknina, senda mail til skólans til þess að fá nánari útskýringar á henni, fá meðmæli bæði úr vinnu og skóla, fá útskrift hjá Hí á einkunum og lýsingu á öllum kúrsum sem ég hef tekið og svo þarf ég að útvega mér passamynd. Áður var ég svo búin að fara spes ferð til Köben til þess að taka enskupróf. Þetta mikill prósess. Svo fæ ég kannski ekki inn i skólann eða ég kemst inn en kemst að því að þetta er ekki rétta námið fyrir mig. Það þýðir víst ekki að hugsa svona.

Annars hefur lundin verið létt síðustu daga. Ég held að orsökin sé hækkandi sól og aðeins minni rigning en venjulega hér í sollinum. Heima er hinsvegar alltaf sól og blíða skv. mömmu, farið að grænka og ég veit ekki hvað. Hún sagði að þetta minnti sig meira á júní en apríl.
Ekki skemmir heldur fyrir að ég er í fríi um helgina. Í kvöld er planið að fara í létta kaffihúsaferð en annaðkvöld verður tekið á því, farið í partý og væntanlega innbyrt nokkurt magn áfengis. Ég á víst enn eftir að drekka tollinn síðan fór til Köben.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home