miðvikudagur, apríl 30, 2003

Nú er ég skyndilega farin að hafa áhyggjur af húsnæðismálum mínum í Danmörku næsta haust. Ég er löngu búinn að skrá mig á tugi biðlista eftir stúdentagörðum og fylgist grant með stöðu minni á þessum listum á netinu. Þetta gengur ósköp hægt og ég færist frekar neðar ef eitthvað er. Það væri nú ef ég kæmist inn í skólann en fengi ekki húsnæði. Arg en það þýðir víst ekki að pirra mig á þessu, það hefur víst ekkert að segja. Það er bara þegar sumarið er "komið" þá verður manni ljóst hve stutt er í raun í haustið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home