þriðjudagur, apríl 01, 2003

Gærkvöldið var Rúv kvöld. Reyndar sá ég aðeins í Survivor á Skjánum sem er að verða fáranlegri en nokkru sinni fyrr vegna hins kynferðislega undirtóns sem ábyggilega er búinn til til þess að auka áhorf. En aftur að Rúv. Ég valdi að horfa frekar á Westwing heldur en CSI þar sem ég þoli ekki rauðhærða gaurinn sem leikur aðalkarlinn í þeim þáttum. Vesturálman er svoldið erfiður þáttur svona miðað við aðra bandaríska afþreyingu í sjónvarpi. Maður verður semsagt að virkilega horfa á þættina en ekki bara svona með öðru auganu eins og venjulega. Mér finnst þættirnir á einhvern hátt athyglisverðari eftir að skipt var um forseta í Hvíta húsinu og repúblikaninn Bush tók við völdum. Forsetinn í þáttunum, Bartlet, kemur fram sem algjör andstæða runnanas. Bartlet á að vera vel menntaður, greindur og víðsýnn maður eða allt sem Bush er ekki. Að vísu hef ég ekki kynnt mér til hlítar menntun Bush. En einhvers staðar las ég að "majorið" hans í háskóla hefði verið sagnfræði. Eitthvað hefur hann lítið lært því ef hann hefði lesið sögu af einhverju viti og með gagnrýnni hugsun væri ekki svona komið fyrir heiminum í dag.

Svo horfði ég á Soprano á eftir. Þar var aftur minnst á Ísland en Tony var upp í rúmi með berbrjósta íslenskri gellu sem var að fræða hann um það að Ísland væri í alvöru eldfjall. Það var víst kona að nafni Tone Christansen sem lék "Miss Reykjavík" eins og hún var nefnd í lok þáttarins.

Ég hlustaði líka á útvarpið í gærkvöldi. Ekki vissi ég að Útvarp latibær væri til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home