þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ég þoli ekki rauða daga sem ekki eru rauðir hjá mér. Nú eru nefnilega allir að tala um páskana og hversu frábærir þeir verða. Mínir páskar verða ekkert frábærir að þessu sinni þar sem ég er í þessari heimskulegu vaktavinnu. Ég er reyndar í fríi á fimmtudag og föstudag en restina er ég að vinna m.a. 10 tíma á páskadag. Það er því mikil sjálfsvorkun í gangi snuff, snuff. Ég verð líka ein heima því allir fara náttúrulega norður. Ég myndi alveg vilja fara norður líka og láta dekra við mig góðum mat og öðru slíku. Ohhh.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home