þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ég er í uppreisn gegn Skjá 1 þessa dagana. Ekki veit ég hvað það en skyndilega er ég bara hætt að horfa á margt af því efni sem þeir hafa upp á að bjóða. Þetta á sérstaklega við um erlenda/ameríska þætti. Þættir eins og Survivor, Law and Order (allar útgáfur), Philly, CSI: Miami o.s.frv. eru leiðinlegir og ég vil frekar horfa á eitthvað annað. Í gær horfði ég meira að segja að hluta af náttúrulífsþætti á ríkinu sem var bara mjög áhugaverður og flottur. Síberíutígurinn er núna uppáhaldsspendýrið mitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home