miðvikudagur, apríl 30, 2003

Það eru mail frá 23. september 2002 í inboxinu mínu í Lotusnum. Ég er alveg skelfilega löt við að taka til í póstinum mínum. Þetta er í rauninni mjög týpískt fyrir mig því herbergið mitt er svona líka, skipulagt kaos. Ég hef t.d. ætlað að kaupa hillu síðan ég flutti inn (tvö ár síðan) fyrir allar bækurnar mínar. Nú fer ég bráðum að flytja út þannig að það tekur því ekki lengur. Bækurnar eru því í stöflum undir skrifborðinu mínu og hluta þeirra er raðað í gluggann. Annað dæmi er bunkinn af ljósritum sem ég notaði í BA-rítgerðina, hann var á skrifborðinu þangað til núna í mars en þá fór hann ofan í skúffu. Einhvern tímann fer hann í eins og tvær fínar möppur. Ég tek heldur aldrei upp töskum fyrr en ég þarf að setja ofan í hana aftur. Einu sinni var ég eitt sumar að vinna í Brú í Hrúrafirði og tók aldrei alveg upp töskunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home