mánudagur, mars 03, 2003

Sigrún hittir svo naglann á höfuðið í blogginu sínu um "sterku konuna". Það er gjörsamlega óþolandi að maður skuli vera talin á einhvern hátt óeðlilegur vegna þess að það vill svo til að maður hugsar endrum og eins og er líka kona. Ég hef fengið það á mig að ég sé á einhvern hátt spes vegna þess að ég veit eitthvað smá um stjórnmál og hef jafnvel myndað mér skoðun á þeim. Og ég er talin alveg sérstaklega órómantísk vegna þess að mér dreymir ekki um brúðkaupið mitt löngum stundum. Væri því haldið fram ef ég væri karlmaður? Það er óþolandi að vera dæmdur og metin út frá einhverjum óskrifuðum kvennstöðlum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home