miðvikudagur, mars 19, 2003

Nú eru heilsudagar Þóru komnir í gang. Þess vegna sit ég hér við tölvuna fyrir hádegi að borða aðra máltíð dagsins. Máltíðin inniheldur eina appelsínu og er þetta fyrsta appelsínan sem ég borða á þessu ári. Önnur afleiðing þessara heilsudaga er að annan daginn í röð er ég með geysimikla strengi í hinum ýmsu vöðvum í neðri hluta líkamans sem ég vissi ekki að væru til. Göngulag mitt er því sérlega þokkafullt þessa dagana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home