þriðjudagur, mars 04, 2003

Kynntist nýrri hlið höfuðborgarinnar í morgun. Klukkan átta var ég stödd í Hafnafjarðarveginum hjá Hamraborginni á leiðinni inn í sjálfa Reykjavík á 30 km hraða. Ég vaknaði kl. hálf sex í morgun til að keyra Ásu og Lindu Maríu út á flugvöll og lenti í þessu umferðarhveiti (eins og sumir myndu nefna fyrirbærið) á leiðinni heim. Ótrúlegt en satt þá varð ég ekkert pirruð vegna þessa. Þvert á móti var ég ánægð með að þurfa ekki að standa í þessu á hverjum degi og yfirleitt að þurfa ekki að keyra bíl á hverjum degi. Það er svo margt sem getur glatt mann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home